- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Samræmd könnunarpróf í sjöunda bekk hófust í morgun en í dag þreyttu í kringum 4.300 nemendur í 155 skólum próf í íslensku. Könnunarpróf í stærðfræði fer fram á morgun. Könnunarprófin verða lögð fyrir 4. bekk í næstu viku. Framkvæmd prófanna gekk vel í dag . Menntamálastofnun þakkar nemendum, foreldrum og starfsfólki skóla fyrir gott samstarf við undirbúning og framkvæmd prófanna. Við óskum nemendum góðs gengis næstu daga, sem og alla aðra skóladaga.
Samkvæmt 39. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008 skal mennta- og menningarmálaráðuneytið standa fyrir samræmdu námsmati í grunnskólum með því að leggja fyrir samræmd könnunarpróf. Í lögunum segir að leggja eigi fram samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði fyrir 4. og 7. bekk grunnskóla en nemendur í 9. bekk skuli þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku, stærðfræði og ensku.
Mat á hæfni og framförum nemenda er reglubundinn þáttur í skólastarfi, órjúfanlegur frá námi og kennslu. Eins og aðalnámskrá tilgreinir er megintilgangur námsmats að leiðbeina nemendum um námið og hvernig þeir geti náð markmiðum þess. Námsmatið í skólum fer fram með fjölbreyttum aðferðum, til dæmis má nefna munnleg verkefni, verkleg, skrifleg, myndræn, stuttar afmarkaðar æfingar, einstaklingsverkefni, hópverkefni, verkefnamöppu, rafræn verkefni, próf og fleira. Samræmd könnunarpróf eru lítill hluti af því heildarnámsmati sem fram fer í skólum og mikilvægt að nálgast prófin með því hugarfari.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |