- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendum 9. og 10. bekkjar var boðið á fund um samræmd könnunarpróf. Talsverð breyting hefur orðið á framkvæmd prófanna auk þess sem nemendum voru kynntar niðurstöður prófanna aftur til ársins 2000.
Ljóst er að framkvæmd hefur breyst nokkuð samhliða tækniframförum. Nemendur þreyta að hluta eða öllu leyti prófin með rafrænum hætti. Upplýsingar um framkvæmdina eru mjög aðgengilegar á heimasíðu Menntamálastofnunar, sérstaklega fyrir 4. og 7. bekk.
Jafnframt er mikið af tölulegum upplýsingum aðgengilegar á heimasíðu stofnunarinnar. Hægt er að finna upplýsingar um niðurstöður skóla og nýta sér til að byggja upp og sjá hvað má betur fara. Skólinn mun áfram vinna að málinu í samráði við nemendur til að ná betri árangri.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |