Í gærmorgun voru nemendur í 1...
Í gærmorgun voru nemendur í 1. bekk
í 17. stofu að vinna verkefni um vináttu. Í framhaldinu áttu þeir að búa til dúkkulísu af sjálfum sér. Þegar
þeir voru að vinna verkefnið fengu þeir óvænta heimsókn en þá komu nemendur úr 7. bekk í 6. stofu og aðstoðuðu 1.
bekkinga við verkið. Samvinnan tókst alveg einstaklega vel og ekki annað að sjá en að bæði
eldri og yngri nemendur hafi haft mjög gaman af. Vonandi verða fleiri svona heimsóknir í vetur.