Sérnafnaskrímslið

Nemendur í öðrum og þriðja bekk vinna þessa daga með nafnorð; sam- og sérnöfn og sam- og sérhljóða. Þeir lásu skrímslabækurnar eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal um litla skrímslið og stóra skrímslið. Nýlega lögðu nemendur lokahönd á vinnuna með skapandi starfi þar sem hver og einn föndraði sitt eigið skrímsli og gaf því nafn.

Myndir af nokkrum skrímslum má sjá HÉR.