Síðasta kennslustundin!

Nú er síðustu kennsludögunum að ljúka og kennarar nýta þá gjarnan til að gera eitthvað sekmmtilegt með krökkunum, svo þeir fari nú glaðir og ánægðir út í sumarið...
Nú er síðustu kennsludögunum að ljúka og kennarar nýta þá gjarnan til að gera eitthvað sekmmtilegt með krökkunum, svo þeir fari nú glaðir og ánægðir út í sumarið.
Á þriðjudaginn fór 10. bekkur í 15. stofu með Sigrúnu, umsjónarkennaranum sínum, upp í skóg og áttu þar góða stund saman, grilluðu pylsur og spjölluðu um liðna daga. Þar sem þetta var SÍÐASTA KENNSLUSTUNDIN þeirra í þessum skóla átti vel við að hrópa eitt gott stríðsöskur í lokin.
Takk fyrir okkur
Sigrún Þórólfsdóttir
og nemendur í 10.15.

Athugasemdir