Sighvatur og félagar
Séra Sighvatur og félagar komu í heimsókn í 1...
Séra Sighvatur og félagar komu í heimsókn í 1. og 2. bekk 8. febrúar til að kynna Sunnudagaskólann. Það var mjög skemmtilegt
og vakti mikla hrifningu. Hann kom með Konna, Engilráð og Rebba ref með sér og sýndi m.a. leikrit. Nemendur höfðu mjög gaman af því að
horfa og hlusta á Sighvat og félaga. Hann hvatti börn að koma og taka þátt í Sunnudagaskólann sem er alla sunnudaga kl. 11 í
Húsavíkurkirkju. Nánar má sjá fréttir og myndir um heimsóknina á bekkjarsíðum 1. og 2 bekkjar.