Sigling með Víknafjöllum

8...
8.9. 10. bekkur
  
Borgarhólsskóli efnir til ferðar vestur undir Víknafjöll (Kinnarfjöll) fimmtudaginn 27. september. Farið verður af stað kl. 8:30 með skipum Norðursiglingar, Náttfara og Hauki, komið heim um nónbil. Nemendur 10. bekkjar verða í áhöfn skonnortunnar Hauks aðrir með Náttfara.
Markmiðið með ferðinni er að unglingahópurinn og starfsmenn skólans gleðjist saman, fái að upplifa ævintýri og eflist félagslega. Um borð fá nemendur fræðslu m.a. um lífríki flóans, skipin, Náttfaravíkur, Víknafjöllin o.fl.. Ef aðstæður verða góðar vindum við upp segl, setjum okkur í spor Náttfara og tökum land í Naustavík, borðum þar nestið okkar og tínum fallega steina í fjörunni.
 
Allir þurfa að hafa með sér skjólföt og gott nesti. Þeir sem kaupa hádegismat af hótelinu umræddan dag fá sérstaka nestispakka með sér.
 
Nemendur mæti í stofur sínar kl. 8:15 með skólatöskur þar sem lokaákvörðun um ferðina verður tekin. Ef veðurspá breytist verður ferðinni frestað og venjulegur skóladagur tekur við. Ekki er um skylduferð að ræða en þeir nemendur sem ekki vilja taka þátt í ferðinni mæta í skólann og  vinna skólaverkefni undir stjórn kennara.
 
Skólastjóri