- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Skólaferðir eru hluti af skólastarfinu og mikið nám sem fer fram í þeim. Nemendur sjötta bekkjar fóru nýlega austur á bóginn með viðkomu í Gljúfrastofu, Kópaskeri og enduðu ferðina á Raufarhöfn. Eins og námskráin í samfélagsgreinum gerir ráð fyrir að við lok sjöunda bekkjar geti nemandi greint samhengi heimabyggðar við umhverfi, sögu, menningu og félagsstarf.
Í Gljúfrastofu var vel tekið á móti nemendum hvar þeir fengu fræðslu um svæðið, jarðfræði, gróðurfar o.fl. Á Kópaskeri fóru nemendur í fjöruferð og pitsahlaðborð í Skerjakollu áður en haldið var til Raufarhafnar. Þar virtu nemendur Heimskautsgerðið fyrir sér og fóru í ratleik um þorpið. Nemendur fengu miðdegishressingu í Grunnskóla Raufarhafnar. Eftir leiki á skólalóðinni var haldið heim til Húsavíkur. Ferðin sóttist vel og höfðu nemendur gaman af enda veðurblíða þennan dag.
Myndir frá ferðinni má sjá HÉR.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |