Sjöundi í skógarhögg

Ár hvert fara nemendur 7...
Ár hvert fara nemendur 7. bekkjar í skógarferð til að velja jólatré sem notað verður á Litlu jólunum. Farið er í reitinn ofan við Skálabrekkuna og valið fallegt tré. Í frosti og fallegu veðri lögðu nemendur og umsjónarkennarar upp í ferðina í gær, miðvikudag, ásamt Einari, sérstökum skógarhöggsmanni. Á leiðinni þurfti að ganga yfir svellbunka og ís með þar til gerðum hreyfingum.
   Þegar komið var til baka í skólann beið Domma með heitt kakó handa köldum og þreyttum krökkunum. Afar fallegt tré stendur nú í Salnum okkar og bíða grænar greinar eftir því að verða skreyttar ljósum og skrauti. Ferðin tókst vel og allir komu heilir til baka að mestu.
 
HBH

Athugasemdir