Eins og áður hefur verið kynnt var Borgarhólsskóli valinn úr hópi grunnskóla sem þróunarskóli í skák þetta skólaár...
Eins og áður hefur verið kynnt var Borgarhólsskóli valinn úr hópi grunnskóla sem
þróunarskóli í skák þetta skólaár. Skákæfingar hófust í haust og sér
Skákfélagið Goðinn um þær. Æfingarnar eru á miðvikudögum kl. 15 í stofu nr. 6. Leiðbeinendur eru Smári
Sigurðsson og Hermann Aðalsteinsson. Okkur er mikið í mun að fá nemendur og foreldra til að stunda skákina því hún örvar
rökhugsun og félagslega færni , Það hefur sýnt sig, svo er hún líka skemmtileg ef vel er að henni staðið.
Föstudaginn 30. janúar kom Björn Þorfinnsson forseti Skáksambands Íslands í heimsókn
í skólann. Björn heimsótti yngri bekki árdegis og afhenti nemendum 3. bekkjar bókina Skák og mát og ræddi við
nemendur um gildi skáklistarinna. Björn afhent skólastjóra kr. 250.000 styrk frá ráðuneyti Menntamála og Skáksambandi
Íslands sem nota á til að efla skákina í skólanum .
Kl. 13 sama dag tefldi Björn fjöltefli við 25 nemendur Borgarhólsskóla og vann þær
allar nema eina. Ýmsir vörðust þó lengi og vel. Benedikt Jóhannsson í 9. bekk gerði jafntefli við Björn og þegar
skákin var rakin til baka töldu menn Benedikt hafa átt góða vinningsmöguleika um skeið enda er Benedikt einn okkar fremsti
skákmaður.
Helgin var svo tekin í skákæfingar. Það er von okkar í skólanum að foreldrar
sýni skákinni áhuga og hvetji nemendur til að sækja æfingarnar á miðvikudögum. Svo er um að gera að tefla heima.
HV