- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Dagurinn leið við handritagerð, æfingar og að finna búninga. Það gekk eins og í sögu. Þegar dagskránni lauk fóru nemendur að sýsla ýmislegt. Sumir fóru að spila á meðan aðrir lögðu lokahönd á undirbúning fyrir kvöldvöku. Kvöldvakan gekk ljómandi vel undir stjórn nemenda við mikinn hlátur og galsa. Annar dagurinn gekk svipað fyrir sig en þá fóru nemendur einnig í útivist í dálítinn tíma. Um kvöldið horfðu krakkarnir á vídeó saman og nokkrir spiluðu. Þriðja daginn var síðan farið í fjós og fjárhús að Halldórsstöðum í Bárðardal. Gekk sú ferð ljómandi vel og margir krakkanna fengu að handmjólka og gefa á garðann. Það var unun að sjá hve sumir báru sig fagmannlega. Það er nú hugsanlega vafasamur heiður en umsjónarkennari fékk kálf nefndan í höfuðið á sér í ferðinni. Þegar krakkarnir höfðu fengið nægju sína af kindum og kúm léku þeir sér af mikilli ánægju í hlöðunni. Sumum fannst það einna skemmtilegast. Þegar þessari ferð var lokið fórum við heim í Kiðagil og krakkarnir luku við að pakka. Síðan var haldin kvikmyndasýning á afrakstri dvalarinnar. Menn skemmtu sér mikið á þeirri sýningu þó að sumum fyndist verulega óþægilegt að horfa á sjálfa sig á skjánum. Dvölinni lauk svo með hádegisverði áður en þreyttur en ánægður hópur lagði af stað heim til Húsavíkur. Krakkarnir stóðu sig með stakri prýði þann tíma sem við dvöldum í skólabúðunum og hafði starfsfólkið orð á því hve góður hópur þetta væri. Þeir voru kurteisir og glaðir, gengu nokkuð vel um og sýndu í stuttu máli sagt allar sýnar bestu hliðar. Það var virkilega gaman að fá að fara með þeim í þessa ferð og sjá hvað þeir stóðu sig vel.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |