Kennarar skólans koma til starfa fimmtudaginn 16...
Kennarar skólans koma til starfa fimmtudaginn 16. ágúst og hefja starfsdagana fram að skólasetningu á
upplýsingatækninámskeiði.
Þriðjudaginn 21. ágúst verður haldinn í Hafralækjarskóla svo kallaður Þingdagur skóla á svæði
Skólaþjónustu Þingeyinga. Þar verður að venju fjölbreytt dagskrá fyrir starfsfólk skólanna. Aðra daga fram að
skólasetningu vinnur starfsfólk skólans að undirbúningi skólastarfsins.
Skóli verður settur föstudaginn 24. ágúst á sal.
8.9.10. bekkur kl. 9:00
5.6.7.bekkur kl. 10:00
2.3.4.bekkur kl. 11:00
1. bekkur kl. 13:00
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 27. ágúst.
Í vor var fullráðið í stöður við skólann en í sumar hafa orðið lítils háttar breytingar. Þær helstar
að Emil Özcan húsvörður sem var í árs leyfi síðast liði skólaár sagði stöðu sinni lausri og heldur Dómhildur
Antonsdóttir því áfram sem húsvörður næsta skólaár. Ragna Kristjánsdóttir þroskaþjálfi fær
árs leyfi og Elsa Skúladóttir þroskaþjálfi sagði stöðu sinni lausri. Guðrún Kristín Jóhannsdóttir
grunnskólakennari leysir Björgu Sigurðardóttur safnakennara af að hluta á skólasafni og sinnir forfallakennslu. Á dögunum fram að
skólasetningu verða lítils háttar breytingar í stöðum skólaliða og stuðningsfulltrúa, að mestu afleysingar í
forföllum.
Í vor var skipt um tölvuþjónustuaðila skólans varðandi hýsingu og tæknimál og var samningum við Þekkingu sagt upp og
gerður heildarsamningur við EJS sem annast þessi mál fyrir Norðurþing. Þessi breyting hefur ekki gengið hnökralaust fyrir sig í skólanum en
vonandi munu allir leggjast á eitt við að koma góðu lagi á tölvuþjónustuna.
Á fjölskylduvef Mentor verða stundaskrár og nafnalistar að líkindum aðgengilegir 22. ágúst. Jón Höskuldsson
grunnskólakennari heldur utan um skólavefinn og geta foreldrar sótt um aðgang að Mentor hjá honum (
jon@borgarholsskoli.is). Jón mun líka annast ritstjórn heimasíðu skólans.
Óska þess að nemendur, foreldrar og starfsfólk skólans taki höndum saman við að ná sem bestum árangri skólaárið
2007-2008.
Skólastjóri