Borgarhólsskóli verður settur mánudaginn 25...
Borgarhólsskóli verður settur mánudaginn 25. ágúst sem hér segir:
Kl 9:00 8.9. og 10. bekkur
Kl. 10:00 5.6. og 7. bekkur
Kl. 11:00 2.3. og 4. bekkur
Kl. 13:00 1. bekkur
Skóli hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 26. ágúst.
Fljótlega verður heimasíða skólans uppfærð með nýjum starfsmannalista og hagnýtum
upplýsingum.
Skólinn hefur verið tölvert notaður í sumar, einkum gisting hópa og starfsemi tengd Sænskum dögum og
Mærudögum.
Af framkvæmdum í húsinu er það helst að segja að háaloft í gömlu skólabyggingunni var einangrað
að hluta að kröfu Eldvarnareftirlits og tekið rækilega til í leiðinni. Lagnir í drengjasalernum voru endurnýjaðar og nýjar
flísar settar á gólfið. Báðar þessar framkvæmdir eru langþráðar og hafa verið lengi í
biðstöðu.
Nýir kennarar eru: Jóna Kristín Gunnarsdóttir, Kristjana María Kristjánsdóttir, Anna Birna
Einarsdóttir.
Nýr deildarstjóri: Hanna Ásgeirsdóttir tekur við deildarstjórastarfi af Jónínu Hallgrímsdóttur
sem vinnur með Hönnu fram til 1. september. Hanna mun hafa umsjón með stuðningsúrræðum við nemendur og verða stuðningsfulltrúar,
sérkennarar, þroskaþjálfi og iðjuþjálfi undir hennar daglegu stjórn og jafnframt verður hún tengiliður við
skólaþjónustu og aðrar þjónustustofnanir sem heyra undir málaflokkinn. Deildarstjóri er einn af skólastjórnendum og sinnir auk
þess almennri kennsluráðgjöf til starfsmanna sem miðar að því að gera stuðnings og forvarnarúrræði að
sjálfsögðum vinnubrögðum fremur en miklum sértækum aðgerðum ,,sérfræðinga“.
Aðrir nýir starfsmenn: Sigríður Hörn Lárusdóttir skólaliði, Helga Kristín Skúladóttir
skólaliði, Sædís Rán Ægisdóttir stuðningsfulltrúi, Anna María Þórðardóttir
stuðningsfulltrúi, Erla Ásgeirsdóttir námsráðgjafi, Anna Karen Palo iðjuþjálfi.
Margir kennarar skólans hafa setið námskeið á vegum Skólaþjónustu Þingeyinga fyrri partinn
í ágúst en fyrsti starfsdagur kennara og skólaliða er 15. ágúst.
20. ágúst verður að venju haldinn svo kallaður Þingdagur í Hafralækjarskóla fyrir alla starfsmenn
skólanna á Skólaþjónustusvæðinu þar sem haldin verða erindi og unnið í málstofum.
HV