- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Skólabyrjun verður með óhefðbundnum hætti þetta skólaárið. Vegna sóttvarnarráðstafana mæta nemendur án foreldra. Fyrsti skóladagur er næstkomandi mánudag, 24. ágúst. Nemendur í fyrsta, öðrum og þriðja bekk mæta í skólann kl. 8:30. Nemendur í fjórða til og með sjöunda bekk mæta í skólann kl. 9:15 og nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk mæta í skólann kl. 10:00.
Nemendur mæta í sal skólans og hitta umsjónakennara og við tekur kennsla samkvæmt stundaskrá. Í yfirstandandi viku bjóða kennarar nemendum að mæta í skólann ásamt foreldrum til að skoða aðstæður áður en skóli hefst.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |