- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Skólaárinu 2022-2023 fer senn að ljúka. Fjölskylduráð Norðurþings hefur staðfest tillögu að skóladagatali næsta skólaárs. Tillagan var sömuleiðis tekin fyrir í skólaráði og samþykkt. Skóladagatal skólans fyrir skólaárið 2023 - 2024 liggur fyrir og öllum aðgengilegt.
Skólastarf hefst þriðjudaginn 22. ágúst. Um miðjan október fer fram samtal heimilis & skóla og skipulagsdagur í kjölfarið. Litlu-jólin verða 20. desember. Nemendur mæta aftur í skólann 4. janúar árið 2024. Já, tvöþúsundtuttuguogfjögur. Um miðjan febrúar eru skipulagsdagur, samtal heimilis & skóla og vetrarfrí í kjölfarið. Páskar eru í fyrra falli en páskaleyfi 2024 hefst 23. mars. Skólaslit eru svo 4. júní sem er síðasti dagur nemenda í skólanum. Sömuleiðis liggur skóladagatal vetrarfrístundar fyrir og er aðgengilegt.
Við gerð skóladagatals var haft samráð við og tekið tillit til annarar þjónustu, leikskóla, framhaldsskóla og fleiri þátta.
Sjá skóladagatal skólans HÉR.
Sjá skóladagatal Vetrarfrístundar HÉR.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |