Skólaferðalag 10. bekkjar

Ferðalagið hefur í alla staði gengið vel...

Ferðalagið hefur í alla staði gengið vel. Á fyrsta degi var ekið suður á bóginn, áð við Vatnsdalshóla og farið í sund í Borgarnesi. Því næst var komið við í Adrenalíngarðinum á Nesjavöllum þar sem nemendur sigruðust á ótta sínum hver á fætur öðrum. Allir tóku þátt, öskruðu af öllum lífs og sálarkröftum og báðu svo um að fá að fara aftur. Það er eitthvað við það að vera logandi hræddur! Í dag er búið að fara í litbolta og kom mannskapurinn þaðan mjög ánægður en tölvert marinn. Þá var gott að láta þreytuna líða úr sér í Bláa lóninu. Þegar þetta er skrifað eru menn að ná sér í gjaldeyri í hraðbönkum Smáralindar. Nú réttum við af viðskiptahallann við Reykjavík!!

Ferðasöguna í heild sinni má nú lesa hér

Myndir úr ferðalaginu

JH