Skólamötuneytið

Skólamötuneytið tók til starfa 1...
Skólamötuneytið tók til starfa 1. september og eru 255 af 357 nemendum í fullu fæði fjóra daga vikunnar sem er tölverð aukning frá í fyrra. Örlitlir byrjunarörðugleikar gerðu vart við sig vegna þess mikla fjölda sem nú matast í hádeginu en með samstilltu átaki skólaliða og starfsfólks hótelsins hefur tekist að ráð bót á því. Haldnir eru reglulegir fundir skólastjóra, hótelstjóra og skólaliða um þau atriði sem betur mega fara. Manneldisráð fer yfir matseðlana. 
Ekki fer á milli mála að veruleg jákvæð breyting er á líðan nemenda sem fá hádegismat.  Hægt er að skoða nokkrar myndir af nemendum og starfsfólki í skólamötuneyti. Einnig er hægt að skoða matseðil fyrir nóvember.