- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Niðurstöður nemendakönnunar eldri nemenda á því skólaári sem nú er að ljúka liggja fyrir. Niðurstöður foreldra- og nemendakönnunar Skólapúlsins hafa ávallt verið aðgengilegar á heimasíðu skólans.
Spurningakönnun Skólapúlsins er lögð fyrir yfir allt skólaárið og hefst 1. ágúst og lýkur 1. júní. Svarhlutfall að þessu sinni var 89,3% eða 108 svarendur. Þegar rýnt er í könnunina má marktækt sjá að dregur úr þrautseigju í námi og áhugi á náttúru- og stærðfræði minnkar. Það sama gildir um nemendur á landsvísu. Þrautseigja er meiri á miðju skólaári en í upphafi og við lok þess. Það dregur bæði úr trú á eigin vinnubrögðum og eigin námsgetu. Það er sömuleiðis á landsvísu. Stelpur virðast hafa svipaða trú á eigin námsgetu og nemendur á landsvísu en trú stráka en nokkuð undir landsmeðaltali þegar spurt er um námsgetu.
Þegar spurt er um vellíðan virðist nemendum í Borgarhólsskóla líða betur en landsmeðaltal segir til um. Vellíðan hefur aukist frá fyrra ári og á það við bæði um stelpur og stráka. Tíðni eineltis hækkar á landsvísu. Einelti mælist hærra í skólanum en landsmeðaltalið. Einelti meðal stelpna hækkar nokkuð milli skólaára og fer yfir landsmeðaltal. Spurning sem mynda matsþátt varðandi einelti þegar spurt er um síðastliðna 30 daga eru; mér fannst að einhver væri að baktala mig, ég var beitt(ur) ofbeldi, ég var skilin(n) útundan (sem er sá matsþáttur sem mælist marktækur munur miðað við landsmeðaltal), einhver sagði eitthvað særandi við mig, mér leið mjög illa yfir því hvernig krakkarnir létu við mig og mér leið mjög illa yfir því sem krakkarnir sögðu um mig eða við mig á netinu.
Þá mælist tíðni eineltis hærra en fyrir tveimur árum í sambærilegri könnun og nú á pari við landsmeðaltal. Tíðni eineltis í skólanum var nokkuð undir landsmeðaltali. Tíðni eineltis mælist nú yfir landsmeðaltali hjá stelpum en var langt undir í síðustu könnun. Tíðni eineltis meðal stráka mælist undir landsmeðaltali. Staðir eineltis þar sem það mælist yfir landsmeðaltali eru búningsklefar og á netinu.
Samkvæmt Skólapúlsinum þá hreyfa börn sig minna en landsmeðaltal segir til um. Strákar hreyfa sig mun meira en stelpur samkvæmt niðurstöðunum. Það er hinsvegar nokkuð árgangaskipt. Þá virðist gosdrykkjaneysla vera meiri meðal nemenda skólans en landsmeðaltalið.
Þegar spurt er um samsömun við aðra nemendur þá virðast strákar síður samsama sig samnemendum en stelpur í skólanum. Það er marktækur munur á því þegar nemendur eru spurðir hvort það sé auðvelt að eignast vini og að þeir tilheyri hópi þannig að nemendur segjast vera því sammála miðað við landsmeðaltal.
Það er marktækur munur á svörum stráka þegar spurt er um tengsl við kennara en þeir virðast vera í minni tengslum við kennarana sína en á landsvísu. Það virðist draga úr aga í kennslustundum að mati nemenda samkvæmt niðurstöðunum og skorti ró og vinnufrið. Þá dregur úr virkri þátttöku nemenda í kennslustundum og stráka umfram stelpna.
Í lok síðasta skólaárs var lögð fyrir viðbótarspurningakönnun vegna eineltismála til að fá skýrari mynd á afstöðu foreldra. Í niðurstöðum þeirrar könnunar kom í ljós að þriðjungur foreldra þekkja ekki eineltisáætlun skólans né verkferla þegar upp koma eineltismál. Á skólaárinu sem er að ljúka hefur verið lögð aukin áhersla á að kynna eineltisáætlun og verkferla. Auk þess að gefa eineltismenningu meiri gaum í starfinu, leita uppi slík samskipti og hvetja um leið bæði foreldra og nemendur til að upplýsa starfsfólk skóla hafi það minnsta grun um einelti meðal nemenda.
Niðurstöður Skólapúlsins og fleiri kannana eru nýttar til að bæta og efla skólastarfið og styrkja skólasamfélagið allt með það að markmiði að gera alltaf betur.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |