Skólasamkoma Borgarhólsskóla var haldin dagana 17 – 19 mars...
Skólasamkoma Borgarhólsskóla var haldin dagana 17 – 19 mars. Samkoman er
árviss atburður í skólalífinu og er m.a. fjáröflun fyrir 7. bekk sem fer í skólabúðir að Reykjum í
Hrútafirði 18. maí og dvelur þar í 5 daga við leik og störf.
Á samkomunni sýndi 1. bekkur dans, 4. bekkur spilaði á Marimba,
skólakórinn söng og nemendur léku á hljóðfæri. En fyrirferðamest var leiksýning 7. bekkjar sem sýndi
Latabæ í leikstjórn Önnu Bergljótar Thorarensen og Snæbjörns Ragnarssonar. Guðni Bragason annaðist tónlistarstjórn og
nemendur Guðna í tæknivali unglingadeilda sáu um hljóð og ljós. Leikstjórar og nemendurnir í 7. bekk hafi staðið sig með
miklum sóma og skilað þessari sýningu vel til áhorfenda. Latibær var síðan sýndur á sérstakri sýningu fyrir nemendur
og starfsfólk Grænuvalla. Við sem fylgst höfum með æfingum og starfinu í kringum þessa leiksýningu eru ekki í nokkrum vafa um
að slíkt starf er gott nám og þroskandi fyrir nemendurna sem einstaklinga og ekki síður sem hóp. Öllum ber að þakka sem
að komu, Jónu Kristínu kennara sem útvegaði leyfi og kom öllu af stað, nemendum, foreldrum, leikstjórum, umsjónarkennurum, kennurum
við tónlistarskólann o.fl.
PJ