Skólasamkoma Borgarhólsskóla 2012

Í þessari viku stóð yfir skólasamkoma Borgarhólsskóla. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg.

Í þessari viku stóð yfir skólasamkoma Borgarhólsskóla. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg. Stúlknakór Húsavíkur flutti nokkur lög. Nemendur í 1. bekk sungu um haustið. Nemendur 3. bekkjar sungu og léku „Þegar klukkan slær fimm“, nemendur úr 5. bekk dönsuðu og spiluðu á Marimba og nemendur í 7. bekk sýndu leikritið um sorgmædda kónginn. Skipulag og vinna á skólasamkomu er að mestu í höndum nemenda og kennara 7. bekkjar. Leikritið þeirra er stærsta atriðið á samkomunni og þau stýra allri ytri umgjörð samkomunnar s.s. ljósum, hljóði og öðrum tæknimálum, förðun, miðasölu, búa til leikskrá og svona mætti lengi telja upp allt það sem gert er þegar svona samkoma á sér stað. Það mátti sjá afbrags takta hjá leikurunum í 7. bekk þegar þeir sýndu okkur „Sorgmædda kónginn“. Boðskapurinn í leikritinu var heldur ekki af lakara taginu og hann á fullt erindi til okkar allra. Hamingjan verður ekki keypt, hún leynist í því sem við öllu jafna tökum sem sjálfsögðum hlut......

Takk fyrir komuna kæru foreldrar, ömmur, afar og aðrir gestir.

Má sjá myndir hér.


Athugasemdir