- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Það er rík hefð fyrir skólasamkomu í skólanum. Þar koma nemendur fram með atriði, dans og söng. Samkoman er liður í fjáröflun nemenda sjöunda bekkjar sem fer í skólabúðir í Mývatnssveit. Dagskráin er fjölbreytt að vanda.
Nemendur fyrsta bekkjar fluttu Karnival dýranna, þar sem hvert dýr á sína rödd, sinn hljóm og sinn stað í tilverunni. Auk þess að syngja Skólasöng skólans. Nemendur í þriðja bekk dönsuðu fótboltadans og nemendur í fimmta bekk spiluðu á marimba. Stærsta atriðið á samkomunni venju samkvæmt er leikrit sjöunda bekkjar.
Nemendur settu upp útgáfu af söngleiknum Annie. Hún er ung stúlka sem býr á fósturheimili ásamt öðrum munaðarlausum krökkum og dreymir um að einn góðan veðurdag muni foreldrar hennar koma og sækja hana, enda hefur hún ástæðu til að ætla að svo verði. Leikstjórn var í höndum Ástu Magnúsdóttur og Karenar Erludóttur. Verkgreinakennarar höfðu veg og vanda að búningum og leikmynd. Nemendur hafa verið að æfa verkið undanfarnar vikur með aðstoð frá kennurum og foreldrum. Nemendur sáu sjálfir um ljós og hljóð með aðstoð.
Hver og einn, í hvaða atriði sem er sigrar sjálfan sig með því að koma, syngja, dansa og leika. Þess vegna er mikilvægt að halda í þessa hefð.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |