- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Það er rík hefð fyrir skólasamkomu í skólanum. Þar koma nemendur fram með atriði, dans og söng. Samkoman er liður í fjáröflun nemenda sjöunda bekkjar sem fer í skólabúðir í Mývatnssveit. Dagskráin var fjölbreytt að vanda.
Nemendur fyrsta bekkjar fluttu lagið árstíðarsyrpa þar sem sungið er um mánuðina og árstíðirnar. Nemendur í þriðja bekk dönsuðu úlfadans við norska eurovisionlagið Give that Wolf a Banana og nemendur í fimmta bekk spiluðu á marimba í upphafi samkomunnar. Stærsta atriðið á samkomunni venju samkvæmt er leikrit sjöunda bekkjar.
Nemendur settu upp útgáfu af Rauðhettu í leikstjórn Arnþórs Þórsteinssonar. Verkið er eftir Snæbjörn Ragnarsson. Nemendur höfðu skreytt inngönguna í salinn Nemendur hafa verið að æfa verkið undanfarnar vikur með aðstoð frá kennurum og foreldrum. Nemendur sáu sjálfir um ljós og hljóð með aðstoð frá eldri nemendum og leikstjóra.
Hvert og eitt, í hvaða atriði sem er sigrar sjálfan sig með því að koma, syngja, dansa og leika. Þess vegna er mikilvægt að halda í þessa hefð. Til hamingju með samkomuna kæru nemendur.
Nemendur fyrsta bekkjar
Nemendur þriðja bekkjar
Úr Rauðhettu hjá sjöunda bekk
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |