Skólasetning

Borgarhólsskóli var settur miðvikudaginn 23...
Borgarhólsskóli var settur miðvikudaginn 23. ágúst í sal skólans í fernu lagi, fyrst mættu unglingarnir og að síðustu 1. bekkur og foreldrar. Skólstjóri ávarpaði viðstadda og ræddi komandi skólaár. Að athöfn lokinn hittu nemendur umsjónarkennara sinn og fengu stundaskrár og hagnýtar upplýsingar. Nemendur skólans eru 356 og þar af eru 34 nemendur að hefja skólagöngu sína í fyrsta bekk. Kennarar við skólann eru 44 og aðrir starfsmenn eru 25.