Skólasetning

Borgarhólsskóli verður settur mánudaginn 24...
Borgarhólsskóli verður settur mánudaginn 24. ágúst í sal skólans.
 
      8. 9. og 10. bekkir kl.   9:00
      5. 6. og 7.   bekkir kl. 10:00
      2. 3. og 4.   bekkir kl. 11:00
      1. bekkur              kl. 13:00
 
Að lokinni athöfn hitta nemendur umsjónarkennara sína og fá stundaskrár. Kennsla hefst þriðjudaginn 25. ágúst.
Skólamötuneytið byrjar mánudaginn 1. september og þarf skráningu í mötuneytið að vera lokið 26. ágúst. Að venju geta nemendur fengið niðurgreidda léttmjólk í áskrift og verða áskriftarlistar afhentir við skólasetningu.
Foreldrar eru hvattir til að huga vel að manneldismarkmiðum fyrir börn sín og  nýta sér þjónustu mötuneytis skólans sem er niðurgreidd af sveitarfélaginu.
 
Skólasel fyrir nemendur 1.- 4. bekkjar verður starfrækt frá skólalokum dag hvern til kl. 16:00. Skráning og nánari upplýsingar hjá forstöðumanni, Önnu Birnu Einarsdóttur,  í síma 841-1299 eða 464-6140 á skrifstofutíma 21. ágúst – 25. ágúst.
 
Í samkomulagi við foreldrafélag skólans kaupir skólinn í heildsölu verkefnabækur, stíla og reikningsbækur,  nemenda 1.-7. bekkjar. Efniskaupagjaldi er stillt í hóf og  verður innheimt á skólaárinu.
 
 
Skólastjóri