- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nú á vorönn hefur þingeyska skákfélagið Goðinn staðið fyrir skákæfingum í Borgarhólsskóla . Laugardaginn 8. mars var skólaskákmótið haldið undir stjórn Smára Sigurðssonar og Hermanns Aðalsteinssonar.
Benedikt Þór Jóhannson og Ágúst Már Gunnlaugsson urðu skólameistarar Borgarhólsskóla í skák. Benedikt sigraði örugglega í eldri flokki með 6 vinninga af 6 mögulegum og Ágúst vann í yngri flokki með 4 vinninga. Keppnin var jöfn og spennandi í yngri flokki þvi þvi 3 aðrir keppendur fengu líka 4 vinninga en Ágúst vann naumlega á stigum.
Sýslumót í skólaskák verður haldið í Borgarhólsskóla laugardaginn 15. mars kl. 13 en þá leiða sigurvegarar þingeysku skólanna saman hesta sína.
Eldri flokkur: (8.-10. bekkur)
1. Benedikt Þór Jóhannsson 6 vinningar
2. Gunnlaugur Hjörvar Gunnlaugsson 3 vinningar
3. Dagur Ingi Sigursveinsson 1,5 vinningar
Yngri flokkur: (1.-7. bekkur)
1. Ágúst Már Gunnlaugsson 4 vinningar (22 stig)
2.-3. Hlynur Snær Viðarsson 4 vinningar (21,5 stig)
2.-3. Snorri Hallgrímsson 4 vinningar (21,5 stig)
4. Valur Heiðar Einarsson 4 vinningar (12,5 stig)
5. Ólafur Eric Ólafsson Feolsche 3,5 vinningar
6. Halldór Árni Þorgrímsson 2,5 vinningar
7. Egill Hallgrímsson 1,5 vinningur
8.-9. Davíð Atli Gunnarsson 1 vinningur
8.-9. Elmar Örn Guðmundsson 1 vinningur
Óska þátttakendum til hamingju og þakka Goðamönnum fyrir. Vonandi nær þessi holla íþrótt að vaxa og dafna í samfélaginu okkar.
HV
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |