Skólaslit Borgarhólsskóla

Skólaslit Borgarhólsskóla fóru fram á sal föstudaginn 5...
Skólaslit Borgarhólsskóla fóru fram á sal föstudaginn 5. júní.  Miðstig kl. 10, yngsta stig kl. 11 og unglingastig kl. 14.  Fjölmenni var við athafnirnar og ánægjulegt hve foreldrar mættu vel með börnum sínum.
Nemendur fluttu tónlist, skólastjóri flutti ávarp og kennarar afhentu nemendum námsmat vorannar. Að venju hátíðleg stund.
Við skólaslit unglingastigs voru 30 nemendur brautskráðir frá skólanum. Líney Gylfadóttir flutti ávarp útskriftarnemenda. Brynjar Friðrik Pétursson og Gunnar Ingi Jósepsson spiluðu á gítar. Afhent voru skákverðlaun skólans, þau fékk Benedikt Jóhannsson í 9. bekk annað árið í röð, en skólinn hefur unnið með Skákfélaginu Goðanum að eflingu skákíþróttarinnar og heldur því áfram næsta skólaár. Kolbrún Ada og Kristjana Ríkey, kennarar á unglingastigi, verðlaunuðu hóp nemenda sem tók  þátt í nýstárlegum ratleik næstsíðasta kennsludag. Kom þá í ljós, sem oft vill verða, að þeir síðustu urðu fyrstir.
 
Tólf nemendur í 9. bekk luku grunnskólaprófi í ensku, sex í stærðfræði og einn í dönsku. Þessir nemendur geta innritað sig í framhaldsskólaáfanga í viðkomandi greinum á næsta skólaári ef árangurinn er viðunandi. Tveir nemendur í 9. bekk luku tveim greinum.
 
 Eins og undanfarin ár stunduðu nokkrir nemendur fjarnám í framhaldsskólaáföngum og náðu alls 60 framhaldsskólaeiningum.  Tveir luku 103 og 203 í stærðfræði, sjö luku 103 og 203 í ensku,  einn 103 í dönsku og einn 103 í þýsku. Auk þess stunduðu þrír nemendur nám í norsku og sænsku í fjarnámi. Enginn vafi er á því að möguleikinn að flýta för og stunda nám í framhaldsskólaáföngum hefur aukið metnað hjá ýmsum nemendum.
 
Sóknarnefnd Húsavíkurkirkju gaf verðlaun þeim nemanda í hverri bekkjardeild unglingadeilda  sem sýnt hefur sérstaklega góða framför og ástundun á árinu.
 
Þeir voru:
 
8:10    Ólöf Traustadóttir 
8:11    Valdís Jósefsdóttir
9:15    Kristófer Reykjalín Þorláksson 
9:18    Lilja Björk Hauksdóttir    
10:8    Solveig Guðrún Aðalsteinsdóttir
10:9    Snæfríður Arnardóttir.
 
 
Eftirtaldir fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur á grunnskólaprófi:
 
Íslenska:                                Hlöðver Stefán Þorgeirsson
Íslenska – skapandi skrif:           Karitas Friðriksdóttir
Enska:                                   Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir (9. bekk)
Danska:                                 Helga Björk Heiðarsdóttir    (9. bekk)
Stærðfræði:                            Inga Ósk Jónsdóttir
Náttúrufræði:                          Hlöðver Stefán Þorgeirsson
Samfélagsfræði :                     Hlöðver Stefán Þorgeirsson
Íþróttir:                                 Sólveig Guðrún Aðalsteinsdóttir
Listgreinar:                             Ísleifur Gauti Diego
 
Minningarsjóður Benedikts Björnssonar gaf verðlaun fyrir íslensku, Bókabúð Þórarins Stefánssonar  fyrir stærðfræði, danska sendiráðið fyrir dönsku og Borgarhólsskóli fyrir aðrar greinar.
 
Útskriftarnemendum og fjölskyldum þeirra var boðið að þiggja veitingar með starfsmönnum skólans að athöfn lokinni og var salurinn þétt setinn.
 
Halldór Valdimarson skólastjóri.