Skólavistun

Skólavistun fyrir 6 – 10 ára börn verður tekin upp í Borgarhólsskóla á skólaárinu 2008-2009 með breyttu sniði og samrekin með lengri viðveru fatlaðra barna, 10 – 16 ára, ásamt þjónustu við fatlaða nemendur...
Skólavistun fyrir 6 – 10 ára börn verður tekin upp í Borgarhólsskóla á skólaárinu 2008-2009 með breyttu sniði og samrekin með lengri viðveru fatlaðra barna, 10 – 16 ára, ásamt þjónustu við fatlaða nemendur. Þetta fyrirkomulag er einstakt þ.e. blöndum fatlaðra og ófatlaðra á þennan hátt í frístundastarfi. Um er að ræða spennandi  þróunarstarf sem tekur breytingum og verður aðlagað þörfum þátttakenda.
 
Innritun í Skólavistun fer fram 15. -20. ágúst kl. 13 -16 í síma 841 -1299. Nánari upplýstingar   veitir Anna Birna Einarsdóttir forstöðumaður.
Nokkur hagnýt atriði varðandi skólavistun 2008-2009:
 
  • Skólavistun miðast við skólasetningar- og skólaslitadag
  • Skólavistun er fyrir börn 6 – 10 ára og lengd viðvera fyrir fötluð börn 10 – 16 ára.
  • Skólavistun er staðsett í húsnæði skólans og tekur mið af þeirri starfsemi sem þar fer fram.
  • Börn í skólavistun skulu eiga kost á síðdegishressingu. Verð skal standa undir kostnaði
  • Börn í skólavistun skulu fá máltíðir á kostnaðarverð, í samvinnu við foreldra, þá daga sem skóli starfar ekki.
  • Daglegur opnunartími skólavistunar skal vera frá því kennslu yngstu barna lýkur á daginn til kl. 17:00
  • Í vetrar-, jóla- og páskaleyfi er skólavistun opin allan daginn virka daga vikunnar ef þörfin er fyrir hendi.
  • Á starfsdögum kennara á milli skólasetningar- og skólaslitadags er skólavistun opin allan daginn virka daga vikunnar ef þörf reynist.
  • Falli kennsla niður af óviðráðanlegum orsökum er skólavistun opin á venjulegum tíma.
  • Lágmarksskráning í skólavistun er 20 st. á mánuði og kostar stundin kr. 250.
  • Staðfest skráning gildir út allt skólaárið, en breyting tilkynnt með mánaðar fyrirvara.
  • Vari fjarvera úr skólavistun í mánuð eða lengur getur viðkomandi foreldri sótt um niðurfellingu gjalds.
  • Hætti barn í skólavistun í t.d. 1 mánuð á það ekki forgang næsta mánuð.
  • Forstöðumaður er Anna Birna Einarsdóttir, fyrst um sinn í síma 841-1299 og veitir hún frekari upplýsinar.
 
 
HV