Dagana 12-19...
Dagana 12-19.mars söfnuðu nemendur í 6.bekk pening fyrir abc-barnahjálp. Þau stóðu sig
með stakri prýði og var ágóðinn af söfnunni 150.008.-kr. Ágóðinn af söfnuninni er m.a. ætlaður til byggingar barnaskóla
á Indlandi. Einnig verður safnað fyrir 150 sólarofnum fyrir fátækar fjölskyldur í Burkina Faso. Hver ofn kostar um 5000 - 6000 kr. og getur
slíkur ofn gerbreytt lífi fjölskyldu til hins betra.
Börn hjálpa börnum, árlegt söfnunarátak
ABC barnahjálpar fer nú fram í 13. sinn og taka á fjórða þúsund börn í á annað hundrað grunnskólum
þátt í söfnuninni með því að ganga í hús og safna fjárframlögum í bauka.
Við viljum þakka bæjarbúum kærlega fyrir
góðar móttökur.
KMK, ABE