Sólmyrkvinn

Grunnskólabörn víða um land fylgdust með sólmyrkvanum í morgun. Nemendur Borgarhólsskóla létu ekki þennan einstæða náttúruviðburð fram hjá sér fara og fóru út með kennurum sínum.

Í dag var sérstakt og skemmtilegt andrúmsloft hér hjá
okkur. Við höfum fylgst með sólmyrkvanum af miklum áhuga og verið heppin með
sólarsýn miðað við veðurspár. Í vikunni ræddu kennarar um þennan atburð og reyndu
að undirbúa nemendur þannig að við vissum í meginatriðum hvað gerist í sólmyrkva.
Þeir fundu kuldann og rökkrið sem verður í almyrkva og þar mikilvægi sólarinnar
fyrir jarðarabúa. Hér á skólalóðinni kviknaði m.a. á ljósastaurum.