- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Gleðilega hátíð en nemendur tíunda bekkjar frumsýndu síðla dags verkið Sorrý ég svaf hjá systur þinni. Höfundar verksins eru þeir Freyr Árnason, Hermann Óli Davíðsson og Arnar Dan Kristjánsson. Karen Erludóttir leikstýrði verkinu.
Verkið er unglingaleikrit með gamansömu ívafi. Þar segir frá tvíburunum Stebba og Villu sem eru nýflutt til höfuðborgarinnar frá Raufarhöfn og eru að byrja í framhaldsskóla. Þau lenda í ólíkum félagsskap; hann með þeim sem telja sig aðaltöffarana og hún með einstaklingum sem sjá fegurð í því sem aðrir líta á sem svart eða goth. Bæði eiga þau erfitt með að tileinka sér þá hegðun sem fylgir því að tilheyra slíkum hópum. Þau sammælast um að enginn í skólanum megi komast að því að þau séu systkini enda gæti það raskað eða eyðilagt ímynd þeirra innan síns hóps. Tilfinningar verða til og ástin kviknar, kossar og kynlíf. Þá fyrst flækjast málin.
Krakkarnir standa sig vel hvort sem er á sviði eða utan sviðs. Það er ákveðinn sigur að setja upp leikrit og við óskum þeim til hamingju. Sýningar verða um helgina og næstkomandi mánudag og við hvetjum fólk til að kíkja á krakkana okkar í Gamla Samkomuhúsinu.
Það fylgir því mikill lærdómur að taka þátt í uppsetningu á leikriti en það er liður í fjáröflun fyrir skólaferðalag tíunda bekkjar.
Skólinn þakkar þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem komu að þessari uppsetningu með einum eða öðrum hætti. Sömuleiðis þeim fyrirtækjum sem styrktu uppsetninguna.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |