Spurningakeppni grunnskólanna

Sem hluti af kynningarátaki Framhaldsskólans á Húsavík var haldin spurningakeppni grunnskóla á svæðinu síðastliðinn föstudag...
Sem hluti af kynningarátaki Framhaldsskólans á Húsavík var haldin spurningakeppni grunnskóla á svæðinu síðastliðinn föstudag. Borgarhólsskóli sendi tvö lið, annars vegar voru það Davíð Helgi, Hilmar Örn og Hlöðver saman í liði og hinsvegar Ragnar, Símon og Tandri. Skólinn hafði titil að verja frá því á síðasta ári þannig að óhætt er að segja að menn hafi mætt enn grimmari til leiks að þeim sökum. Lið Ragnars, Símons og Tandra datt út í undanúrslitum gegn Öxarfjarðarskóla eftir að hafa unnið Grunnskólann á Raufarhöfn í fyrstu umferð. Lið Davíðs, Hilmars og Hlöðvers gerði sér hinsvegar lítið fyrir og sigraði keppnina annað árið í röð, að þessu sinni mættu þeir Öxarfjarðarskóla í úrslitum og unnu 25-14 eftir að hafa verið 11-12 undir eftir hraðaspurnigarnar. Á leið sinni í úrslitin mættu þeir Mývetningum tvisvar og unnu í bæði skiptin enda um útsláttarkeppni að ræða. Strákarnir fengu í verðlaun glæsilegan eignarbikar og 50.000 kr í ferðasjóð.
Gaman er að geta þess að bæði Davíð Helgi og Hlöðver voru í liðinu sem sigraði í fyrra ásamt Ármanni sem er núna nemandi í FSH.
 
UÞG