- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendur tíunda bekkjar fóru í skólaheimsókn fyrir skömmu í Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. Sömuleiðis var farið á starfamessu grunnskóla Akureyrarbæjar sem fór fram í Háskólanum á Akureyri.
Nemendur fengu kynningu á skólunum og margt við félagslífið heillaði við Menntaskólann og iðn-, tækni- og verknám í Verkmenntaskólanum. Nemendur fengu að skoða heimavistina sem nemendur beggja framhaldsskólann hafa aðgang að. Á starfamessunni bauðst nemendum að ganga á milli bása og skoða ólíkar greinar atvinnulífsins. Allt frá starfi íslenska bóndans, hversu mikla orku þarf til að knýja sturtu hjá Norðurorku og starfi matartæknis á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Í hádeginu gæddu nemendur sér á pitsum, frönskum og laukhringjum á Bryggjunni. Dagurinn tókst ákaflega vel og vonandi fóru nemendur heim með fullt af spurningum og vangaveltum til að hugleiða framhaldið.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |