Stefnuyfirlýsing gegn einelti

Nítjandi mars var sérstaklega tileinkaður Vinnu gegn einelti. Unnið var með einelti og vináttu á öllum stigum að einhverju leyti.

Nítjandi mars var sérstaklega tileinkaður Vinnu gegn einelti. Unnið var með einelti og vináttu á öllum stigum að einhverju leyti. Til að mynda heilsuðust 1.-4. bekkur og sögðu orðið vinur yfir 9000 sinnum, þar sem allir tóku í hönd allra í vinakeðju!

Stefna skólans gegn einelti var kynnt fyrir 5.-10. bekk og öllum bent á að nú væri hún aðgengileg á heimasíðunni. Stefnuyfirlýsing var síðan lesin upphátt af nemendum: Starfsfólk og nemendur Borgarhólsskóla lýsa því yfir að hvorki einelti né annað ofbeldi er liðið í skólanum. 

Hvetjum við alla til að lesa áætlun skólans og hengja upp ferilblaðið sem þar er að finna heimafyrir til að minna á að einelti er ekki liðið og gegn því er unnið alla daga með einhverjum hætti í skólanum.


Athugasemdir