- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendur í fjórða og fimmta bekk voru ósáttir við eigin umgengni varðandi rusl og flokkun á því. Þeir tóku málin í sínar hendur í samstarfi við kennarana sína og húsvörðinn. Þeir stofnuðu teymi til úrbóta og úr varð að skipa ruslastjóra og sorphirðustarfsmenn sem flokka ruslið sem fellur til innan fjórða og fimmta bekkjar. Nemendur hvetja nú hver annan til að bæta umgengni og flokkun á sorpi. Þeir fengu nauðsynlegan búnað til að flokka og losa ruslatunnur á sínu svæði.
Verkefnið hefur stækkað en nemendur fjórða og fimmta fara nú á svæði yngri nemenda til að kenna flokkun og flokka með yngri nemendum skólans. Nú er svo komið að það er mikil eftirspurn eftir veru í ruslateyminu og í starf ruslastjóra.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |