Stóra upplestrarkeppnin

Föstudaginn 5...
Föstudaginn 5. mars var haldin lokahátíð í Stóru upplestarkeppninni í Suður-Þingeyjarsýslu. Keppnin var haldin í Safnahúsinu á Húsavík. Tíu lesarar frá fjórum skólum af svæðinu tóku þátt. Þátttakendur fyrir hönd Borgarhólsskóla voru Brynjar Örn Arnarson, Halldóra Björg Þorvaldsdóttir, Sigríður Kristín Ólafsdóttir og Þórdís Ása Guðmundsdóttir. Þau voru verðugir fulltrúar skólans og stóðu sig með prýði. Þórdís Ása var fremst meðal jafningja og sigraði keppnina. Mynd, Hafþór Hreiðarsson, 640.is
HBH

Athugasemdir