Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar var haldin í samkomusalnum í Hvammi föstudaginn 25...
Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar var haldin í samkomusalnum
í Hvammi föstudaginn 25. mars. Þátttakendur í keppninni voru frá Borgarhólsskóla, Hafralækjarskóla og
Reykjahlíðarskóla. Nemendur úr Reykjahlíðarskóla hnepptu fyrsta og þriðja sæti en Arnór Ingi Heiðarsson úr 7. bekk
í Borgarhólsskóla varð í öðru sæti og við erum ákaflega stolt af honum sem og 7. bekk öllum sem hefur staðið í
ströngu síðustu vikur við leik á Ávaxtakörfunni og undirbúning fyrir stóru upplestrarkeppnina.