Stóra-upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á suðursvæði Skólaþjónustu Þingeyinga var haldin í dag. Þar kepptu fjórir nemendur fyrir okkar hönd og féll 1. sæti í hlut Borgarhólsskóla. Sigurvegari var Arnhildur Ingvarsdóttir. Í raun hófst keppnin á degi íslenskrar tungu þann 16. nóv. síðastliðinn. Nemendur 7. bekkjar um land allt hafa æft sig í að koma fram, standa í ræðupúlti, tjá sig fyrir fram hóp af fólki og fleira í þeim dúr. Það reynist mörgum erfitt, börnum sem fullorðnum.