Stóra upplestrarkeppnin

Úrslitakeppni í Stóru upplestrarkeppninni var haldin í vikunni.

Úrslitakeppni í Stóru upplestrarkeppninni var haldin í vikunni. Það eru nemendur 7. bekkjar sem taka þátt í keppninni en það eru samtökin Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn, sem standa fyrir keppninni. Keppnin skiptist í tvennt, annars vegar ræktunarhluta þar sem allir nemendur fá þjálfun í vönduðum upplestri, frásögn og koma fram fyrir samnemendur sína. Hins vegar hátíðarhluta þar sem nokkrir nemendur eru valdir til að lesa fyrir hönd síns skóla.

Nemendur Borgarhólsskóla taka þáttí lokahátíðinni föstudaginn 23. mars í Safnahúsinu á Húsavík og hefst hátíðin kl. 1400. Foreldrar og aðrir velunnarar eru hvattir til að mæta og hlýða á vandaðan upplestur nemenda. Hátíðin er öllum opin.

Fleiri myndir i myndaalbúmi.

 


Athugasemdir