Á degi íslenskrar tungu, 16...
Á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, hófst
undirbúningstímabil nemenda í 7. bekk fyrir Stóru upplestrarkeppnina. Kennarar bekkjarins hafa þjálfað nemendur og völdu 5 úr
hvorri bekkjardeild, alls 10 nemendur, til að keppa um 4 sæti sem skólanum eru ætluð í úrslitakeppni héraðsins sem haldin verður í
Safnahúsi Þingeyinga föstudaginn 11. apríl kl. 14.
Upplestrarkeppni skólans var haldin á sal miðvikudaginn 2. apríl að viðstöddum nemendum miðstigs og
gestum og hófst með því að Sindri Ingólfsson nemandi í 8. bekk, sem varð 2. í lokakeppninni í fyrra, las stökur eftir
Jónas Hallgrímsson og Eyþór Traustason úr 7. bekk spilaði á gítar með Villa gítarkennara sínum.
Keppendur voru: Ásrún Einarsdóttir, Katla Karlsdóttir, Eyþór
Traustason, Karítas Erla Valgeirsdóttir, Vigfús Bjarni Jónsson, Hilmar Másson, Patrekur Gunnlaugsson, Guðný Brynhildur Birkisdóttir,
Jón Þór Jónsson, Valdís Jósepsdóttir.
Guðrún Kristinsdóttir kennari stjórnaði athöfninni og lásu nemendur
í fyrri umferð kafla úr bókinni Punktur, punktur, komma, strik eftir Pétur Gunnarsson og í síðari umferð ljóð eftir Davíð
Stefánsson.
Þetta var hátíðleg stund, keppendum og áhorfendum til sóma. Dómarar
keppninnar völdu 4 úr hópnum, sem fremstir töldust meðal jafningja, til að keppa fyrir Borgarhólsskóla í
lokakeppninni 11. apríl. Þeir eru: Ásrún Einarsdóttir, Jón Þór Jónsson, Karítas Erla Valgeirsdóttir,
Valdís Jósepsdóttir.
Óska nemendum og kennurum þeirra til hamingju með góðan árangur.
HV