Stuðningsyfirlýsing

Á kennarafundi Borgarhólsskóla þann 22. október 2014 var eftirfarandi ályktun samþykkt: Kennarar við Borgarhólsskóla lýsa yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu Félags tónlistarkennara.

Á kennarafundi Borgarhólsskóla þann 22. október 2014 var eftirfarandi ályktun samþykkt:

Kennarar við Borgarhólsskóla lýsa yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu Félags tónlistarkennara -FT. Við teljum ólíðandi að þeir njóti ekki sambærilegra kjara og aðrir kennarar.

Rétt að rifja upp í þessu sambandi meginmarkmið Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðum fyrir árið 2014 en þar stendur m.a.:

Jafnrétti í launasetningu

-tryggja að sambærileg
og jafnverðmæt störf séu launuð með sama hætti óháð kynferði, búsetu eða
stéttarfélagsaðild.

Við skorum á samninganefnd sveitarfélaga að ganga til samninga
við FT hið fyrsta.

Kennarar í Borgarhólsskóla