4.bekkur fór í sveitaferð 17.maí. Dagurinn var í alla staði frábær og krakkarnir virkilega áhugsamir og kurteisir. Lífsgleðin var svo sannarlega ríkjandi.
4.bekkur fór í sveitaferð 17.maí. Dagurinn var í alla staði frábær og krakkarnir virkilega áhugsamir og kurteisir. Lífsgleðin var svo sannarlega ríkjandi.
Bjarni Páll í Saltvík var með fræðslu um hesta og allir fóru á bak, á Grenjaðarstað tók Sif á móti okkur og var með fræðslu um gamla tímann. Kolli á Hraunkoti tók á móti krökkunum í fjárhúsinu þar sem þau fylgdust með lömbum fæðast, kíktu í fjósið og heilsuðu upp á nautgripi af öllum stærðum. Einnig var farið í heimsókn í Fagranes.
Það var virkilega gaman að sjá nemendur í þessum aðstæðum þar sem sumir þurftu að nýta allt sitt hugrekki meðan aðrir nutu sveitalífsins í botn og voru virkilega sterkir í aðstæðunum.
Við þökkum þeim foreldrum sem keyrðu og nutu dagsins með okkur kærlega fyrir samveruna og hjálpina sem og Sif, Kolla og Bjarna Páli fyrir að taka á móti okkur.
Nemendur eru nú á fullu að skrifa sín eigin bændablöð og verður gaman að sjá útfærsluna hjá þeim að verkefninu loknu.