Sýning hjá 2. bekk

Í vetur hefur 2...
Í vetur hefur 2. bekkur unnið mörg skemmtileg verkefni. Eitt verkefnið var unnið úr bókinni Komdu og skoðaðu land og þjóð. Þá var börnunum skipt í níu hópa og vann hver hópur eitt stórt verkefni. Verkefnin voru um fiskveiðar, Ísland, lífið í gamla daga, þjóðbúninga, þjóðsöng og skjaldarmerki, ferðalag til útlanda, ferðalag um hálendið, jökla og fossa og merkilegar byggingar í Reykjavík.
Á miðvikudaginn voru börnin svo með skemmtilega sýningu fyrir foreldra sína þar sem þau sýndu afraksturinn og lásu texta tengda verkefnunum. Sýningin heppnaðist sérstaklega vel og var vel mætt.
EP/HSG

Athugasemdir