- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendum áttunda, níunda og tíunda bekkjar býðst nú afnot af chromebook-fartölvu við vinnu sína í skólanum. Tölvur hafa á undanförnum árum sannað gildi sitt í skólastarfi og mestu jákvæðu áhrifin verða þegar hver nemandi hefur sitt eigið tæki. Með því að nota tölvu í námi er vonast til að nemandi hafi meira val um hvernig hann vinnur verkefni, að námið verði skemmtilegra og fjölbreyttara og að hann geti lært á þann hátt sem hentar honum best.
Skólinn á tölvurnar og foreldrar þurftu að kvitta upp á ákveðna skilmála svo nemandi fengi tölvuna afhenta. Enn hafa allir foreldar tekið jákvætt í að barn þeirra notist við tölvu í skóla en nemendur geta farið með tölvuna heim til að vinna heimanám, vafrað um og lært að sjálfsdáðum. Foreldrar stjórna notkun heima fyrir en tölvan er fyrst og fremst námstæki.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |