Þemadagar voru dagana 6...
Þemadagar voru dagana 6. og 7.
júní. Þá voru skólabækurnar lagðar til hliðar og farið í gönguferðir, útilegu, spurningakeppni, og ratleik. Einnig var
fuglaverkefni unnið, kennd undirstöðuatriði í skyndihjálp, skordýr skoðuð ofl.
Spurningakeppnin á miðstigi var spennandi. Skipt var í þriggja til fjögurra manna hópa. Hver hópur fékk miða sem voru í ýmsum
litum. Nemendur svöruðu spurningum á miðana. Svörin voru síðan lesin og stig gefin fyrir rétt svör. Sigurvegarar í hópi eitt voru:
Hlöðver úr 7.14, Eyþór úr 5.26. og Gunnar Berg úr 5.26. Það var mjög hörð barátta hjá hópi tvö. Eftir
jafna keppni fóru þessar stúlkur með sigur. Eva Dís úr 7.14, Elma Rún úr 6.4, Anna Jónína úr 6.5 og Kristín Lára
úr 5.26. Sigurverarar í hópi þrjú voru tvö lið. Í öðru liðinu voru. Líney í 7.14, Ásrún í 5.26,
Halldór í 5.26 og Patrekur í 5.27. Í hinu liðinu voru Hafrún í 7.14, Hilmar í 5.27, Helga í 6.5, og Sigrún í 5.25.
Á unglingastigi voru tveir hópar en þriðji hópurinn "náttúruunnendur/fagurkerar" datt úr skaftinu. Annar hópurinn byrjaði að hita
upp með léttri stafsetningaræfingu, en mestur tími fór í "flug farfuglanna". Nemendur enduðu á því að búa til
glærusýningu um farfugla. Hinn hópurinn fór gangandi að Botnsvatni og dvaldi þar í tjöldum eina nótt. Lagt var af stað um kl. 18.
Þegar komið var á staðinn komu menn sér fyrir og borðuðu kvöldmat. Komið var til baka morguninn eftir.
Skoða vefdagbók
Skoða myndir
Nemendur í 1. bekk fóru á þriðjudag í göngutúr upp í hesthúsahverfi, skoðuðu hesta og kindur og nutu útsýnisins
yfir Húsavík. Reynt var að sjá hús og byggingar sem nemendur þekktu. Svo var gengið á Húsavíkurfjall og borðað nesti þar.
Eftir það var farið í skipulagða leiki og nemendum kenndir nýir leikir. Á miðvikudeginum var byrjað á að tína rusl í kringum
skólann síðan var gengið út í Skrúðgarð og borðað nesti. Þar var einnig farið í ratleik. Að því loknu
fór annar bekkurinn upp í skóla og nemendur lituðu á stéttina með krítum og fóru í skipulagða leiki. Hinn bekkurinn fór
í boði Helgu Þórarinsdóttur, stðningsfulltrúa, i garðinn heima hjá henni þar sem nemendur léku sér og fengu ís.
Á leiðinni heim var komið við á leikvellinum á Túngötunni.
Allt gekk mjög vel og þetta voru skemmtilegir dagar.