- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Þemadagar 20. 21.22. október
Þriðjudaginn 20. október hefjast þemadagar í skólanum í samstarfi við Tónlistarskólann og leggjum við hefðbundið skólastarf til hliðar í þrjá daga og vinnum í blönduðum aldurshópum á hverju skólastigi að skapandi verkefnum og vinnum í svo kölluðum smiðjum. Yfirheiti á verkefni okkar er ,, Íslenskt,já takk“. Við ætlum að vinna að margvíslegum viðfangsefnum með fjölmenningarlegu ívafi. Skóli hefst kl. 8:15 og skóladegi lýkur kl. 13:35. Skólaselið verður opið frá 13:35 þessa daga. Matartímar og frímínútur halda sér að mestu.
Fimmtudaginn 22. október ætlum við að hafa opið hús í skólanum kl. 11:00-12:00 og 12:35 – 13:35 . Gestir geta þá farið á milli smiðjanna og kynnt sér verkefnin.
Vekjum athygli á þingeysku kaffisölunni sem er fjáröflun 7.bekkjar, staðsett í heimilisfræðistofu og á ganginum þar hjá.
Á pólsku um þemadaga: Dni tematyczne - 20. 21. 22. pazdziernik
Nánar um dagskrá á hveju stigi fyrir sig má sjá hér:
Verið velkomin í heimsókn, dagskrá fimmtudagsins má sjá hér.
Skólastjóri
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |