Allir velkomnir í Borgarhólsskóla Í tengslum við opna vinnudaga sem standa yfir miðvikudag til föstudags viljum við starfsfólk og nemendur Borgarhólsskóla bjóða bæjarbúa velkomna í heimsókn milli klukkan 10...
Allir velkomnir í Borgarhólsskóla
Í tengslum við opna vinnudaga sem standa yfir miðvikudag til föstudags viljum
við starfsfólk og nemendur Borgarhólsskóla bjóða bæjarbúa velkomna í heimsókn milli klukkan 10.00-12.00 föstudaginn 22.
október. Vonum að sem flestir sjái sér fært um að mæta og ganga aðeins um skólann og skoða hluta af því mikla starfi sem nemendur
á öllum stigum hafa innt af hendi það sem af er skólaárinu.
Kjallarakaffi
Á sama tíma selur 7. bekkur kaffi og með því, í
fjáröflunarskyni fyrir Reykjaferð. Kaffið kostar 500 krónur.
Hlökkum til að sjá ykkur,
Starfsfólk og nemendur Borgarhólsskóla