Þemadagar í Borgarhólsskóla

Þemadagar voru haldnir í Borgarhólsskóla dagana 20...

Þemadagar voru haldnir í Borgarhólsskóla dagana 20. - 22. október sl. Þemað að þessu sinni var Íslenskt, já takk. Nemendum var boðið að vinna í mismunandi smiðjum eins og íslenskar kvikmyndir, þingeyskur bakstur, sjávarþema, þjóðbúningar og leiklist. Nemendur buðu forráðamönnum sínum og öðrum bæjarbúum í heimskókn í skólann síðasta þemadaginn til að skoða afraksturinn. Gaman er að segja frá því að margir lögðu leið sína í skólann og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Myndir frá þemadögum.

JH/HRT