Starfsfólk í matarhléi
Í dag hafa um 130 starfsmenn leik- og grunnskóla á skólaþjónustusvæði Norðurþings setið við endurmenntun í Borgarhólsskóla. Dagurinn hófst með fyrirlestri Jón Baldvins Hannessonar um lykilhæfni og nýja Aðalnámskrá. Nýtt mötuneyti sá öllum fyrir veislumat í hádegishléi og að því loknu tóku við málstofur og var um margt fróðlegt að velja s.s. Útikennslu í leikskóla, Jákvæðan aga, Björgunarsveitarval, Nýsköpun og Samskipti við börn. Að lokum hélt Kristján Már sálfræðingur fyrirlestur um Streitu og álag og streitustjórnun.
Nemendur í útskriftarárgangi FSH sáu um að nóg væri til af kaffi og með því i öllum hléum og stóðu vaktina með stakri prýði.