Þorpið sem elur upp barnið

Við í Borgarhólsskóla erum svo lukkulega að vera í góðu sambandi við samfélagið, umhverfið og foreldra barnanna í skólanum.

Til merkis um það hafa verslanir og fyrirtæki í bænum alltaf verið ötul við að styrkja okkur og styðja. Í þessari viku höfum við fengið heilu brettin af ritföngum gefins frá Friðriki í Bókabúð Þórarins og í vor fengum við marga kassa af föndurefni og allskonar frá Sigrúnu í Esar. Í haust, líkt og undanfarin haust, bauð Norðursigling öllum nemendum á unglingastigi í siglingu og svona mætti lengi
upp telja.

Gamalt máltæki segir að heilt þorp þurfi til að
ala upp barn

Kærar þakkir gjafmildu þorpsbúar


Athugasemdir