Þorrablót 8...
Þorrablót 8. bekkjar var haldið með glæsibrag síðasta
föstudagskvöld. Krakkarnir höfðu verið í æfingarbúðum hjá Halldóri vikurnar á undan ásamt því að
skipuleggja viðburðinn. Krakkarnir sáu alfarið um skemmtiatriði, skreytingar, tæknimál, miða og auglýsingar og uppröðun í sal.
Þeir stóðu sig með prýði í þessari vinnu sinni og allir hjálpuðust að.
Þorrablótið var hin besta skemmtun og var salurinn glæsilega skreyttur. Krakkarnir settu
á svið „Ertu skarpari en skólakrakki“ þar sem ein hugrökk móðir kom upp og keppti um heiður sinn eins og krakkarnir sögðu. Einnig
hafði skemmtinefndin útbúið myndband með viðtölum við kennara þar sem búið var að eiga eitthvað við spurningarnar eftir á.
Einn af hápunktum kvöldsins var atriði foreldra og var ekkert til sparað þar. Eftir borðhald tók svo við dansleikur þar sem nemendur sýndu snilli
sína í gömlu dönsunum. Kvöldið endaði með diskói og þar tjúttuðu allir saman þar til þreytan fór að segja til
sín.
Kvöldið var í alla staði frábært og mega krakkarnir svo sannarlega vera stoltir af
sinni vinnu. Við þökkum kærlega fyrir þessa skemmtilegu kvöldstund.
Ada og Sigrún